Úrslitaleikur 2. flokks í dag klukkan 15:30 - bein útsending

Í dag, laugardag er komið að stóra deginum hjá strákunum í 2. flokki þegar þeir mæta Fram í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst klukkan 15:30 og verður leikið á heimavelli Hauka, Schenker-höllinni. Það er ástæða til að hvetja stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn í dag og standa með strákunum í baráttunni.


Akureyri og Fram mættust tvisvar í deildinni í vetur og unnu sitt hvorn leikinn, 28. október mættust þau í Framheimilinu og þar sigraði Fram 31-26. Seinni leikurinn var á Akureyri 11. febrúar og þar sigraði Akureyri 33-23.

Bæði lið munu örugglega tjalda til sínum sterkustu leikmönnum þannig að ekki þarf að efa að þetta verður hörkuleikur.


Frá sigurleik Akureyrar á Gróttu í undanúrslitunum

Hér að neðan er hægt að fylgjast með öllum úrslitaleikjum dagsins en leikur okkar manna hefst klukkan 15:30.



Það er HaukarTV sem sendir út frá leikjunum og er dagskrá úrslitadagsins sem hér segir:

kl. 9:30 4. flokkur karla B-lið Grótta 1 - Stjarnan
kl. 11:00 4. flokkur kvenna B-lið Fylkir - Selfoss
kl. 12:30 4. flokkur karla A-lið Fram 1 - Grótta
kl. 14:00 4. flokkur kvenna A-lið Fram - Selfoss
kl. 15:30 2. flokkur karla Akureyri - Fram
kl. 17:15 3. flokkur kvenna Haukar - Fylkir 1
kl. 19:00 3. flokkur karla Selfoss 1 - Valur