Myndir frá leik KA/Þór gegn deildarmeisturum Vals

Valur hafði betur gegn KA/Þór, 30-22, í lokaumferð N1-deildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Valur lýkur deildarkeppninni með 30 stig á toppnum, tveimur stigum meira en Fram sem varð í öðru sæti.

KA/Þór  rétt missti af sæti í úrslitakeppninni, en norðanliðið hefði þurft að vinna í dag  til þess að eiga möguleika á að tryggja sér sjötta og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Grótta tryggði sér síðasta sætið í sex liða úrslitin þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni. Grótta endar í sjötta sætinu með tíu stig, en KA/Þór lýkur leik með níu stig í sjöunda sæti.



Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 7, Katrín Vilhjálmsdóttir 5, Kolbrún Einarsdóttir 3, Ásdís Sigurðardóttir 2, Hulda Tryggvadóttir 2, Erla Tryggvadóttir 2, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1.

Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Dagný Skúladóttir 5, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Þorgerður Anna Atladóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1, Þórunn Friðriksdóttir 1, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir.

Hákon Ingi Þórisson sendi okkur myndir frá leiknum.
Hér er hægt að skoða allar myndirnar.