Unglingaráð handknattleiksdeilda KA og Þórs vilja koma á framfæri
þökkum til allra þeirra sem komu að 5.flokks móti karla og kvenna sl.helgi, sem Unglingaráð KA og Þórs héldu í sameiningu.
Án þessara frábæru sjálfboðaliða væri ekki mögulegt að halda svona stórt mót.
Þakkir fá foreldrar stráka í 5. flokki KA og Þórs, 6.flokki kk Þór og stelpna í 5.flokki KA/Þórs sem
sáu um að skammta gómsætan mat frá Bautanum til u.þ.b.500 þátttakenda og 100 fullorðinna. Eins fá foreldrar sem þrifu
Lundarskóla eftir mót þakkir. Dómarar og tímaverðir eiga hrós skilið fyrir sína vinnu og einnig starfsfólk KA heimilis,
íþróttahússins v/Síðuskóla og íþróttahússins v/Glerárskóla. Markúsi húsverði í
Lundarskóla þökkum við fyrir hjálpina.
Þá viljum við þakka þeim fyrirtækjum sem styrktu mótshaldið með einum eða öðrum hætti fyrir þeirra hlut. Þessir
bakhjarlar eru okkur gríðarlega mikilvægir og stuðningur þeirra við barna- og unglingastarf í handbolta er ómetanlegur. Takk kærlega, þið
öll sem komuð að framkvæmd Arionbanka handboltamótsins um helgina.