Daníel Matthíasson í U-18 ára landslið karla

Valinn hefur verið 16 manna hópur u-18 ára landsliðs karla í handbolta sem mun leika í undankeppni EM í Tyrklandi helgina 13.-15. apríl. Okkar maður Daníel Matthíasson er í hópnum og mun vafalaust láta til sín taka í vörn og sókn.


Leikið verður í Antalya. Ísland er þar í riðli ásamt Englandi, Moldavíu og Tyrklandi og kemst eitt lið áfram í lokakeppnina sem leikin verður í Hollandi í sumar.

Við óskum Daníel til hamingju með að vera valinn í hópinn og landsliðinu góðs gengis á mótinu.

 


Landsliðsmenn KA voru heiðraðir í afmælisfagnaði KA í janúar - þar á meðal Daníel að sjálfsögðu.