Norðlenska verður einn aðalstyrktaraðili KA/Þór

Þann 17.04 var undirritaður samningur milli Norðlenska og KA/Þórs kvennaliðs í handbolta. Norðlenska verður á næstu árum einn aðalstyrktaraðili liðsins og er þetta mjög mikilvægt í því starfi sem framundan er í kvennahandboltanum við að halda stelpunum okkar í fremstu röð.



Það voru Ingvar Gíslason frá Norðlenska og Erlingur Kristjánsson frá KA/Þór sem undirrituðu samninginn.

Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Sunnefa Níelsdóttir ungir og efnilegir leikmenn liðsins eru með þeim á myndinni.