14.03.2016
Yngri landslið kvenna eru að koma saman um þessar mundir til að undirbúa sig fyrir komandi átök. Í þeim fjórum landsliðum sem koma saman í vikunni og um næstu helgi á KA/Þór 9 fulltrúa.
11.03.2016
Nú er búið að ákveða að fresta leik Akureyrar og ÍBV sem vera átti í KA-Heimilinu sunnudaginn 12. mars um viku. Það þykir útséð að ekki verði ferðaveður á sunnudaginn og þess í stað gert ráð fyrir að leikurinn fari fram sunnudaginn 20. mars klukkan 16:30.
03.03.2016
Nú er hafin sala á happdrættismiðum til styrktar meistaraflokki karla í knattspyrnu sem hyggur á æfingaferð til Spánar í aprílbyrjun.
Hægt er að hafa samband við einhvern af leikmönnum, eða þjálfurum meistaraflokks til þess að festa kaup á miðum.
10.01.2016
KA/Þór vann gríðarlega mikilvægan sigur á FH síðastliðinn laugardag. Heimakonur höfðu tögl og hagldir allan tímann, voru sex mörkum yfir í hálfleik 12:6 og unnu að lokum sigur 27:18 KA/Þór hafði sætaskipti við FH með sigrinum, er með sjö stig í þriðja neðsta sæti en FH er með tveimur stigum minna.