Þegar KA vann landsliðið

Alfreð Gíslason fór hamförum í sigri KA
Alfreð Gíslason fór hamförum í sigri KA

Í tilefni af 88 ára afmæli KA og að íslenska landsliðið í handbolta er að fara á EM þá ætlum við að rifja upp skemmtilegan leik.

KA tók á móti íslenska landsliðinu þann 6. mars 1992 í troðfullu KA-Heimilinu. Þegar Valdimar Grímsson kom landsliðinu í 22-28 seint í síðari hálfleik bjuggust flestir við að KA væri búið að tapa leiknum en frábær kafli sneri leiknum við. Lið KA skoraði næstu 7 mörk og komst yfir 29-28 og lokamínúturnar voru svakalegar.

KA fékk tvo lánsmenn fyrir leikinn en það voru þeir Sigurður Sveinsson og Þorgils Óttar Mathiesen. Siggi Sveins þakkaði fyrir sig og tryggði KA sigurinn með marki á lokasekúndunni. Stuttu síðar náði landsliðið svo 4. sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona.