26.08.2016
Nú er handboltavertíðin að hefjast eftir sumarfrí. Allir velkomnir í september að koma að prufa.
02.08.2016
Þann 2. ágúst árið 2006 varð Akureyri Handboltafélag endanlega að veruleika þegar aðalstjórn KA kláraði sinn hluta en aðalstjórn Þórs hafði áður klárað sitt. Í dag er því 10 ára afmæli félagsins og af því tilefni er heimasíða félagsins með smá yfirferð yfir sinn fyrsta áratug
13.06.2016
Jónatan Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari KA/Þórs í meistaraflokki kvenna í handknattleik. Jónatan er uppalinn KA-maður en samhliða þjálfun liðsins mun hann starfa hjá KA sem yfirþjálfari yngri flokka. Jónatan flyst búferlum heim frá Noregi í sumar þar sem hann hefur bæði þjálfað og spilað við góðan orðstýr undanfarin ár.
30.05.2016
Þær Anna Þyrí Halldórsdóttir, Ólöf Marín Hlynsdóttir og Heiðbjört Anna Guðmundsdóttir æfðu með U-16 um helgina.
24.05.2016
Auka-aðalfundur handknattleiksdeildar KA er á þriðjudaginn 31. maí í KA-heimilinu
23.05.2016
Stefán Guðnason yfirþjálfari yngri flokka KA í handbolta mætti í Árnastofu í skemmtilegt spjall við Siguróla Magna Sigurðsson og fór yfir nýliðinn handboltavetur