Það verður sannkallaður stórleikur í KA-Heimilinu á fimmtudaginn þegar Akureyri tekur á móti ÍR.
Með sigri skilur Akureyri ÍR 7 stigum fyrir aftan sig og heldur sér í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.
Með tapi færist ÍR hinsvegar nær okkur og dregur okkur niður í neðri baráttuna sem við viljum að sjálfsögðu sleppa alfarið við.
Við þurfum því á öllum að halda til að klára þennan mikilvæga leik, áfram Akureyri!
Við hvetjum alla til að mæta og endilega taka fleiri með sér, handbolti er frábær skemmtun, áfram Akureyri!
Við vonumst til að sjá þig á leiknum gegn ÍR á fimmtudaginn.
Leikmenn og stjórn Akureyrar Handboltafélags.