23.05.2016
Lokahóf handknattleiksdeildarinnar fór fram í KA-Heimilinu fimmtudaginn 19. maí. Eins og venjulega var mikið líf á hófinu enda voru margir skemmtilegir leikir og þrautir í boði. Einnig voru þeir leikmenn sem þóttu skara framúr í hverjum flokki verðlaunaðir.
17.05.2016
Lokahóf handknattleiksdeildar yngri flokka KA verður haldið fimmtudaginn 19. maí frá klukkan 18:00 til 20:00 í KA heimilinu. Farið verður í leiki og verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins.
Að vanda verður heljarinnar pizzuveisla frá Greifanum.
Allir iðkendur eru hvattir til að mæta með pabba, mömmu og systkinum. Höfum gaman saman og fögnum árangri vetrarins og þjöppum okkur saman fyrir næsta vetur!
17.04.2016
Það voru án efa býsna margir sem töldu það nánast formsatriði fyrir Íslandsmeistara Hauka að gera út um einvígi liðanna eftir öruggan sigur þeirra á heimavelli á fimmtudaginn. Stór hópur stuðningsmanna Hauka fylgdi þeim norður til að taka þátt í gleðinni.
15.04.2016
Það þarf ekki að hafa mörg orð um mikilvægi leiksins heldur mæta og standa dyggilega með okkar mönnum. Það er allt undir og slíkir leikir eru einmitt skemmtilegastir. Mætum og skemmtum okkur, leikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardaginn!
08.04.2016
Í dag klukkan 16:00 mun U-20 ára landslið karla spila gegn Póllandi í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20.
Í liði U-20 ára á Akureyri einn fulltrúa, Bernharð Anton Jónsson. Ef fólk vill fylgjast með leiknum er bent á slóðina:
http://tvsports.pl/ (bein slóð er sennilega http://tvsports.pl/index.php/live)
Bernharð er þó ekki eini KA maðurinn sem er í landsliðsverkefnum þessa helgi.
24.03.2016
Aðalfundur handknattleiksdeildar KA verður haldinn miðvikudaginn 30. mars kl. 18:00 í KA-heimilinu.
18.03.2016
Akureyri mæti ÍBV í KA heimilinu á sunnudaginn. 2. flokkur Akureyrar með þrjá mikilvæga heimaleiki, í KA heimilinu á föstudag og tvo leiki í Höllinni á laugardaginn.