Það verður heilmikið fjör í kringum handboltaleikina tvo á fimmtudaginn. Ekki bara það að við fáum topphandbolta þegar Akureyrarliðin taka á móti kvenna- og karlaliðum Hauka. Orkan býður stuðningsmönnum Akureyrar að hita upp fyrir leikinn og þiggja veglegar veitingar í boði Orkunnar. Þar verður boðið upp á kræsilegar Dunkin Donuts Munchkins ásamt samlokum og Tortillum frá Matur og Mörk. Þessu verður svo skolað niður með kaffi og gosi.
Leikur KA/Þór gegn Haukum í Olís deild kvenna hefst klukkan 18:00 en leikur Akureyrar og Hauka í Olís deild karla hefst klukkan 20:00.
Í hálfleik hjá Akureyri og Haukum fá nokkrir heppnir áhorfendur að reyna skotgetu sína og hittni. Sett verður upp mark og þeir sem skora í Orkumarkið fá veglega vinninga frá Orkunni, AK-inn og Greifanum.
Þeir sem ekki hafa nú þegar útvegað sér Orkulykilinn og tengt hann við Akureyri Handboltafélag geta nálgast lykil í KA heimilinu og fá aðstoð við að virkja hann á staðnum. Allir sem hafa fengið Orkulykil Akureyrar á þessu tímabili fá 10 krónu afslátt af hverjum eldsneytislítra um leið og þeir styrkja Akureyri Handboltafélag. Allir sem eru komnir með virkan Orkulykil Akureyrarlykil eða nálgast hann fyrir 12. mars fá þar að auki boðsmiða á heimaleik Akureyrar og ÍBV þann 13. mars.
Allir sem hafa virkjað Akureyrarlykil Orkunnar verða þar að auki þátttakendur í glæsilegu happdrætti.
Vinningar í happdrættinu eru:
Dregið verður í happdrættinu á heimaleik Akureyrar gegn ÍBV þann 13. mars næstkomandi þannig að það er engin spurning um að ná sér í Orkulykilinn og virkja hann nú þegar!