Skemmtilegt árgangamót í KA-Heimilinu

Glæsilegur hópur KA stráka
Glæsilegur hópur KA stráka

Í dag, annan dag jóla, hittist góður hópur af gömlum handboltastrákum úr KA. Þessi hittingur hefur verið árlegur en í ár hittust menn fæddir 1983-1991. Alls var stillt upp í fjögur lið og voru nokkur frábær tilþrif sem litu dagsins ljós ásamt nokkrum slakari... Lið skipað leikmönnum fæddum árin 1987-1988 fór að lokum með sigur af hólmi en allt var þetta að gamni gert og tókst ákaflega vel til.