Það styttist í fyrsta heimaleik KA í Pepsi deildinni í sumar og er sala ársmiða farin á fullt hjá okkur. Það er ein breyting á ársmiðunum hjá okkur í ár en hún felur í sér að hver miði gefur aðgang að 15 leikjum í sumar þrátt fyrir að KA leiki einungis 11 heimaleiki. Þannig að ef að þú kemst á alla leikina í sumar þá getur þú 4 sinnum boðið með þér á leik, eða ef þú kemst 8 sinnum þá geturðu 7 sinnum boðið með þér.
Endilega komið upp í KA-Heimili og tryggið ykkur ársmiða en þeir verða einungis seldir í upphafi sumars. Ef einhverjar spurningar eru uppi varðandi ársmiðana er hægt að hafa samband við Ágúst í netfanginu agust@ka.is
Í boði eru þrír valmöguleikar og eru þeir eftirfarandi:
Bronsmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi deildinni.
Silfurmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi deildinni.
Silfurmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.
Gullmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi deildinni.
Gullmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.
Fyrir tvo leiki í sumar verður flottur matur og spjall í boði fyrir gullmiðahafa. Fyrsti leikur sumarsins, ÍBV 12. maí, er fyrri viðburðurinn. Sá síðari verður auglýstur seinna.