Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í hádeginu og var KA í pottinum eftir 1-2 sigur á Haukum á þriðjudaginn. Það er ljóst að KA þarf að mæta aftur í Hafnarfjörðinn því að liðið fékk það verðuga verkefni að mæta FH á Kaplakrika.
Áætlað er að leikurinn fari fram annaðhvort 30. eða 31. maí. Við þetta tilefni rifjum við upp viðureign liðanna í Coca-Cola bikarnum sumarið 2001 sem fór einmitt einnig fram á Kaplakrika.