Fotbolti.net spáir Þór/KA 1. sætinu

Þór/KA heldur titlinum samkvæmt spánni
Þór/KA heldur titlinum samkvæmt spánni

Það er farið að styttast í að Pepsi deild kvenna hefjist og birti Fotbolti.net spá sína fyrir deildina í dag. Spekingarnir þar spá Þór/KA Íslandsmeistaratitlinum en stelpurnar eru einmitt ríkjandi meistarar og urðu í síðustu viku bæði Deildabikarmeistarar og Meistarar Meistaranna. Fyrsti leikur hjá liðinu í sumar er á laugardaginn þegar liðið sækir Grindavík heim.

Liðinu er einnig spáð titlinum af fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í deildinni. Það er því búist við miklu af liðinu í sumar.

Við hvetjum ykkur eindregið til að kíkja á skemmtilega umfjöllun fotbolti.net um liðið en sérfræðingur þeirra um Pepsi deild kvenna er einmitt fyrrum þjálfari Þór/KA hann Jóhann Kristinn Gunnarsson.

Þór/KA spáð 1. sætinu - yfirferð á liðinu

Donni þjálfari í viðtali

Hin hliðin: Andrea Mist Pálsdóttir