Það fer fram stórleikur á KA-velli í dag þegar Íslandsmeistarar Þór/KA taka á móti Bikarmeisturum ÍBV í leik Meistara Meistaranna. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og má búast við hörkuleik enda slagur þeirra liða sem hömpuðu stóru bikurunum á síðasta tímabili.
Lið Þórs/KA er stórhuga á þessu tímabili en stelpurnar unnu Deildabikarinn fyrr í vikunni og stefna á sigur í öllum keppnum. Hvort það takist verður að koma í ljós en það er bikar númer tvö er undir í dag og hvetjum við alla til að mæta upp á KA svæði og styðja stelpurnar til sigurs, áfram Þór/KA!
Fyrir ykkur sem ómögulega komist á leikinn þá er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.