27.05.2018
Það var enginn smá leikur í Pepsi deild karla í dag þegar KA sótti KR-inga heim í Frostaskjól. Bæði lið voru ósátt með stigasöfnun sína í deildinni til þessa og það voru því mikilvæg stig í boði og úr varð fínn leikur þar sem bæði lið sóttu til sigurs
27.05.2018
Það virðist fátt geta stöðvað Íslandsmeistara Þórs/KA í upphafi sumars en stelpurnar mættu í Kaplakrika í dag og mættu liði FH. Fyrir leikinn höfðu stelpurnar unnið alla leiki sumarsins og það varð engin breyting á því eftir leik dagsins
26.05.2018
Það er enginn smá leikur á morgun hjá strákunum þegar KA mætir suður og leikur gegn stórliði KR. Bæði lið hafa farið rólegar af stað heldur en ætlunin var og því ljóst að það eru mjög mikilvæg 3 stig í boði í slag liðanna á morgun
26.05.2018
Íslandsmeistarar Þór/KA mæta í Kaplakrika á morgun og mæta þar liði FH í 5. umferð Pepsi deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en FH er í 7. sæti deildarinnar með 3 stig á meðan Þór/KA er á toppi deildarinnar ásamt Breiðablik með fullt hús stiga
24.05.2018
Stelpurnar í Þór/KA halda áfram að vinna sína leiki en í gær vannst sterkur 2-0 sigur á KR á Þórsvellinum. Liðið hefur þar með unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og útlitið mjög gott. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á vellinum í gær og myndaði í bak og fyrir
23.05.2018
Stelpurnar í Þór/KA byrja sumarið stórkostlega en í kvöld tóku þær á móti KR í 4. umferð Pepsi deildar kvenna. Fyrir leikinn var liðið með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og það breyttist ekkert eftir leik kvöldsins
23.05.2018
KA tók á móti Keflavík í 5. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli í gær í leik þar sem mikil barátta einkenndi leikinn. Þegar upp var staðið tókst hvorugu liðinu að skora og markalaust jafntefli því niðurstaðan. Þórir Tryggvason var á leiknum og myndaði í bak og fyrir
23.05.2018
Dregið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í hádeginu og fengu Íslandsmeistarar Þórs/KA svakalegan heimaleik en liðið dróst á móti Stjörnunni. Áætlað er að leikur liðanna fari fram 1.-3. júní og er ljóst að stelpurnar fara ekki auðveldustu leiðina að bikarúrslitaleiknum í ár
23.05.2018
Þór/KA tekur á móti KR á Þórsvelli í dag klukkan 17:30 í 4. umferð Pepsi deildar kvenna. Stelpurnar hafa farið frábærlega af stað í sumar og eru á toppnum með fullt hús stiga og markatöluna 10-1. Af þessum 10 mörkum þá hefur Sandra María Jessen skorað 5 og Sandra Mayor 3. Það er því ansi líklegt að upplegg KR liðsins í dag sé að loka Söndrurnar tvær
22.05.2018
KA tók á móti Keflavík á Akureyrarvelli í 5. umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn var KA með 4 stig en nýliðar Keflavíkur voru með 1 stig, það var því alveg ljóst að mikilvæg stig voru í húfi og úr varð baráttuleikur