Bikarslagur Hauka og KA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins sem fer fram í dag klukkan 14:00 að Ásvöllum verður í beinni á KA-TV. Hægt er að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan en við hvetjum að sjálfsögðu alla þá sem geta til að mæta á leikinn og styðja strákana til sigurs, áfram KA!