10.06.2018
KA sótti Íslandsmeistara Vals heim í 8. umferð Pepsi deildar karla í gær. Bæði lið ætluðu sér sigurinn og úr varð hörkuleikur með áherslu á hörku enda voru alls 10 gul spjöld í leiknum, 5 á hvort lið og fengu báðir þjálfararnir að líta gula spjaldið
08.06.2018
Baráttan í Pepsi deildinni heldur áfram og á morgun sækir KA Íslandsmeistara Vals heim að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á svæðið og styðja okkar lið til sigurs
05.06.2018
Coerver Coaching International Camp verður á KA-svæðinu 18.-22. júní. Þessar frábæru knattspyrnubúðir eru fyrir alla drengi og stúlkur fædd 2004-2010. Skólinn býður upp á sérhæfðar tækniæfingar og eru frábær viðbót fyrir þá sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Tvær æfingar eru á dag, heitur hádegismatur er innifalinn milli æfinga sem og fyrirlestur um mataræði og hugarfar knattspyrnumanna
04.06.2018
Um 1.000 manns mættu á Akureyrarvöll í gær þegar KA vann frábæran 4-1 sigur á Víkingum í 7. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli í gær og sótti 3 gríðarlega mikilvæg stig. Gestirnir sáu aldrei til sólar í leiknum þrátt fyrir gríðarlegt sólskin og mikinn hita. Hér fyrir neðan má sjá myndir Þóris Tryggvasonar frá leiknum
03.06.2018
KA tók á móti Víking í 7. umferð Pepsi deildar karla í dag á Akureyrarvelli. Mikil gleði var í kringum leikinn en KA menn tóku daginn snemma á KA-svæðinu þar sem allar greinar innan KA voru í boði, grillaðar voru pylsur, andlitsmálning og allskonar fleira skemmtilegt. Því næst arkaði hópurinn niður á Akureyrarvöll og það í þessari frábæru blíðu. Mætingin á leikinn var líka til fyrirmyndar en tæplega 1.000 manns mættu á völlinn
02.06.2018
Það var enginn smá leikur á Þórsvelli í dag þegar Þór/KA tók á móti Stjörnunni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Stjarnan fór alla leið í bikarúrslitin í fyrra einmitt eftir að hafa slegið út okkar lið og voru okkar stelpur staðráðnar í að hefna fyrir tapið í fyrra enda stefnan að vinna alla bikarana sem í boði eru
01.06.2018
Það er enginn smá leikur í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins hjá Þór/KA á morgun þegar liðið tekur á móti Stjörnunni. Leikurinn fer fram á Þórsvelli og hefst klukkan 17:15 og er alveg ljóst að stelpurnar þurfa á öllum þeim stuðning að halda sem í boði er
31.05.2018
KA átti erfitt verkefni í kvöld þegar liðið sótti FH-inga heim í Kaplakrika í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Ekki nóg með að FH liðið sé ógnarsterkt að þá voru skörð höggvin í leikmannahóp KA en Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Callum Williams og Elfar Árni Aðalsteinsson voru allir frá
30.05.2018
Það er skammt stórra högga á milli hjá KA liðinu þessa dagana en liðið mætir FH í Kaplakrika á morgun í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin mættust nýverið í Pepsi deildinni á sama stað og eftir markalausan fyrri hálfleik þá unnu Hafnfirðingar 3-1 sigur
28.05.2018
Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu tilkynnti í dag hópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu í undankeppni HM 2019. Þór/KA á hvorki fleiri né færri en þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sandra María Jessen