25.06.2018
Um helgina fór fram Greifamót KA en það er mót fyrir 7. flokk kvenna. Þetta er þriðja árið sem mótið fer fram hér á KA-svæðinu og tókst mótið afar vel upp. Gleðin var í fyrirrúmi hjá stelpunum sem og aðstandendum þeirra og ekki skemmdi fyrir að veðurguðirnir voru góðir við okkur um helgina
24.06.2018
Það var svo sannarlega stórslagur á Þórsvelli í dag þegar topplið Breiðabliks kom í heimsókn á Þórsvöll í uppgjöri efstu tveggja liða Pepsi deildar kvenna. Sigur myndi koma okkar liði í toppsætið en tap hefði komið liðinu í erfiða stöðu í toppbaráttunni og því ljóst að stelpurnar hreinlega yrðu að sækja til sigurs
23.06.2018
Það er enginn smá leikur í Pepsi deild kvenna á morgun, sunnudag, þegar Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti toppliði Breiðabliks í uppgjöri toppliða deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og má reikna með svakalegum leik enda tvö bestu lið landsins
22.06.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA leika að sjálfsögðu í Meistaradeild Evrópu í ár, í dag var dregið í riðla nú rétt í þessu. Alls er leikið í 10 riðlum og fer sigurvegari riðilsins beint áfram í 32-liða úrslit og þau tvö lið með besta árangurinn í 2. sætinu. Það er því alveg ljóst að ef stelpurnar ætla sér áfram í 32-liða úrslitin þá þurfa þær að stefna á sigur í riðlinum
20.06.2018
Í dag milli kl. 16:45 og 18:00 munum við afhenda gjafabréf fyrir keppnistreyjum sem fylgja með æfingagjöldum sumarsins. Afhending fer fram í KA-heimilinu en treyjan sjálf er afhent í Toppmenn og Sport. Nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga
19.06.2018
Þór/KA mætti til Selfoss í fyrsta leik sínum eftir landsleikjahlé og mætti þar heimastúlkum en fyrir leikinn var okkar lið með fullt hús stiga á toppi deildarinnar á meðan Selfoss var í því 6. með 4 stig. Þrátt fyrir að stigin séu ekki fleiri hjá Selfyssingum þá hefur liðið verið að koma til og fékk í hléinu nokkrar stelpur sem eru í háskólaboltanum
19.06.2018
Pepsi deild kvenna fer aftur af stað eftir landsleikjahlé og sækja Íslandsmeistarar Þórs/KA lið Selfoss heim í dag klukkan 18:00. Alls voru þrír leikmenn úr Þór/KA í landsliðshópnum sem undirbjó sig fyrir hinn góða 2-0 sigur á Slóveníu en það voru þær Sandra María Jessen, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir
14.06.2018
KA tók á móti Stjörnunni í 9. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli í dag. Þetta var síðasti leikurinn fyrir stutt HM frí en KA hafði fengið 7 af 8 stigum sínum í sumar á heimavelli og var greinilegt að menn ætluðu sér að klífa upp töfluna með sigri í dag
13.06.2018
KA tekur á móti Stjörnunni í stórleik í Pepsi deildinni á morgun, fimmtudag, klukkan 18:00. Þetta er síðasti leikur liðsins fyrir HM frí og um að gera að mæta á Akureyrarvöll og styðja strákana til sigurs. Stemningin á síðustu leikjum hefur verið til fyrirmyndar og er um að gera að halda því áfram!
10.06.2018
Bakvörður okkar KA manna hann Hrannar Björn Steingrímsson lék í gær sinn 100. leik fyrir KA í deild- og bikarkeppni. Hrannar Björn hefur í þessum 100 leikjum skorað 1 mark en það var glæsilegt mark gegn Fjölni á útivelli í Pepsi deildinni síðasta sumar