Stefnumót í Boganum á morgun

KA og Stefna hafa undanfarin ár haldið svokölluð Stefnumót í fótbolta fyrir yngri flokka í Boganum. Á morgun, laugardag, fer fram Stefnumót fyrir 6.-8. flokk hjá strákum og stelpum. Það er ljóst að það verður gríðarlegt fjör á svæðinu en mótið hefst klukkan 9:40 og lýkur um klukkan 18:00.

Alls taka þátt 117 lið og á KA 40 af þeim liðum! Gaman er að segja frá því að félög eins og Kormákur, UMFL og Fjarðabyggð verða með á mótinu og hvetjum við alla sem geta til að líta við í Bogann og sjá framtíðarlandsliðsfólk okkar spreyta sig.

Allar upplýsingar um leikjaplan mótsins er hægt að nálgast á heimasíðu mótsins.