Undanfarin ár hefur maður leiksins í heimaleikjum KA í fótboltanum verið verðlaunaður með glæsilegum pakka frá Nivea. Þetta vel heppnaða samstarf mun halda áfram í sumar og verða pakkarnir meira að segja enn veglegri í sumar en undanfarin ár.
Við bendum á að fyrsti heimaleikur sumarsins fer fram á laugardaginn þegar ÍBV kemur í heimsókn og verður áhugavert að sjá hver hreppir fyrsta Nivea pakka sumarsins. Það er Beiersdorf umboðið sem skaffar þessa pakka og er það fyrir tilstilli Tinnu Óttarsdóttur að þetta komst á en Tinna var fyrirliði kvennaliðs KA á árum áður.
Það er um að gera að mæta vel á heimaleikina í sumar og þá er ársmiði ansi sniðug kaup. Endilega komið upp í KA-Heimili og tryggið ykkur ársmiða en þeir verða einungis seldir í upphafi sumars. Ef einhverjar spurningar eru uppi varðandi ársmiðana er hægt að hafa samband við Ágúst í netfanginu agust@ka.is
Í boði eru þrír valmöguleikar og eru þeir eftirfarandi:
Bronsmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi deildinni.
Silfurmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi deildinni.
Silfurmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.
Gullmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi deildinni.
Gullmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.
Fyrir tvo leiki í sumar verður flottur matur og spjall í boði fyrir gullmiðahafa. Fyrsti leikur sumarsins, ÍBV 12. maí, er fyrri viðburðurinn. Sá síðari verður auglýstur seinna.
Hér má sjá pakkann sem maður leiksins fær í sumar