Fyrsti leikur Þórs/KA á morgun

Sumarið er að byrja hjá stelpunum (mynd: Þ.Tr)
Sumarið er að byrja hjá stelpunum (mynd: Þ.Tr)

Pepsi deild kvenna er komin af stað og fyrsti leikur Íslandsmeistara Þórs/KA er á morgun á Grindavíkurvelli þegar liðið sækir Grindavík heim. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og er um að gera að drífa sig á völlinn ef þið eruð fyrir sunnan.

Stelpunum er spáð góðu gengi í sumar og telja flestir að þær verji Íslandsmeistaratitilinn sem þær unnu svo eftirminnilega á síðustu leiktíð. Það er þó ljóst að liðið þarf að vera á tánum enda tapaðist síðasti leikur í Grindavík 3-2. Það var leikur í næstsíðustu umferð deildarinnar og það þýddi að enn var spenna í toppbaráttunni fyrir lokaumferðina.

Sandra María Jessen er komin aftur frá Tékklandi eftir vel heppnaða dvöl með Slavia Prag og er það auðvitað gríðarlegur liðsstyrkur að hún sé mætt aftur í slaginn.