02.03.2019
KA sækir lið Aftureldingar heim á Varmárvöll í dag í 3. umferð Lengjubikars karla í knattspyrnu. KA liðið hefur farið vel af stað í mótinu til þessa og er á toppi 3. riðils í A-deild eftir 4-0 sigur á Val og 1-2 sigur á Fram. Mosfellingar hafa einnig farið vel af stað og eru með 4 stig eftir sína tvo leiki
26.02.2019
Aron Elí Gíslason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild KA. Aron Elí sem verður 21 árs á árinu er gríðarlega öflugur markvörður og er uppalinn hjá KA. Það er ljóst að þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir fyrir félagið
26.02.2019
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu stendur fyrir firmamóti föstudaginn 8. mars næstkomandi á KA-svæðinu. Leikinn verður 6 manna bolti, með markmanni, á gervigrasvellinum og hefst mótið klukkan 17:00
25.02.2019
Vignir Már Þormóðsson var sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Íslands á dögunum er hann steig til hliðar úr aðalstjórn sambandsins. Vignir Már er mikill KA maður en hann æfði og lék knattspyrnu með KA frá unga aldri og fram yfir tvítugt. Hann þótti nokkuð liðtækur og þótti sérstaklega góður skot- og skallamaður
24.02.2019
KA lagði Fram að velli í leik liðanna í Lengjubikarnum í Egilshöllinni í gær. Þetta var annar leikur liðanna í mótinu en KA hafði unnið 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik sínum. Strákarnir fylgdu þeim flotta sigri eftir með góðum 1-2 sigri í gær
21.02.2019
Ottó Björn var í dag valinn á úrtaksæfingar hjá U-18 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem fara fram í Kórnum dagana 1. og 2. mars næstkomandi. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Ottó er valinn á úrtaksæfingar hjá U-18 og óskum við honum áfram góðs gengis á æfingunum
17.02.2019
KA vann 4-0 stórsigur á Íslandsmeisturum Vals í gær er liðin mættust í Lengjubikarnum í Boganum í gær. KA liðið sýndi virkilega góða frammistöðu og hefur unnið alla leiki sína á undirbúningstímabilinu til þessa. Þórir Tryggvason og Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndarar voru á leiknum og mynduðu hann í bak og fyrir
17.02.2019
Þór/KA hefur titilvörn sína í Lengjubikarnum í dag þegar liðið tekur á móti Stjörnunni í Boganum kl. 16:30. Það má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja stelpurnar eða fylgjast með gangi mála á KA-TV
16.02.2019
KA tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta í Boganum í dag. Fyrir leikinn var KA liðið búið að vinna alla sína æfingaleiki á undirbúningstímabilinu en ljóst að leikur dagsins yrði gríðarlega krefjandi enda flestir á því að lið Vals sé það besta á landinu
15.02.2019
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni og að þessu sinni mætir Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA í knattspyrnu til þeirra Siguróla og Hjalta. Óli Stefán ræðir byrjunina á þjálfaraferli sínum með KA sem og komandi tíma hjá liðinu. Þeir félagar fara auk þess yfir víðan völl í skemmtilegu spjalli og um að gera að kynnast betur þjálfaranum okkar