Þór/KA hefur leik í Lengjubikarnum

Þór/KA hefur titilvörn sína í Lengjubikarnum í dag þegar liðið tekur á móti Stjörnunni í Boganum kl. 16:30. Það má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja stelpurnar eða fylgjast með gangi mála á KA-TV.