Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni og að þessu sinni mætir Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA í knattspyrnu til þeirra Siguróla og Hjalta. Óli Stefán ræðir byrjunina á þjálfaraferli sínum með KA sem og komandi tíma hjá liðinu. Þeir félagar fara auk þess yfir víðan völl í skemmtilegu spjalli og um að gera að kynnast betur þjálfaranum okkar.
Þá minnum við á að þátturinn er aðgengilegur á Podcast veitu iTunes.