Afturelding - KA í Lengjubikarnum

KA sækir lið Aftureldingar heim á Varmárvöll í dag í 3. umferð Lengjubikars karla í knattspyrnu. KA liðið hefur farið vel af stað í mótinu til þessa og er á toppi 3. riðils í A-deild eftir 4-0 sigur á Val og 1-2 sigur á Fram. Mosfellingar hafa einnig farið vel af stað og eru með 4 stig eftir sína tvo leiki.

Afturelding vann 1-3 sigur á Fram í sínum fyrsta leik áður en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn HK um síðustu helgi. Ekki er ljóst hvort heimamenn munu sýna leikinn beint en við munum fylgjast vel með því og láta vita ef af því verður.