10.04.2019
Aron Dagur Birnuson markvörður KA hefur framlengt samning sínum við Knattspyrnudeild um þrjú ár. Aron er einn efnilegasti markvörður landsins en hann verður 20 ára í sumar. Hann á 15 leiki fyrir unglingalandslið Íslands og hefur verið í kringum U-21 árs landsliðið að undanförnu
04.04.2019
Í gær framlengdi Þór/KA samninga sína við þær Rut Matthíasdóttur og Agnes Birtu Stefánsdóttur. Báðir samningar gilda til loka árs 2021 og er mikil ánægja innan herbúða liðsins með að halda þessum öflugu leikmönnum í sínum röðum
30.03.2019
Þór/KA tók á móti Breiðablik í lokaumferð riðlakeppninnar í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í Boganum í dag. Bæði lið voru fyrir leikinn örugg í undanúrslit en 2. sætið í riðlinum var undir auk þess sem að ávallt er hart barist þegar þessi tvö lið mætast
25.03.2019
Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri vann í dag frábæran 0-3 sigur á landsliði Katar en leikið var í Katar. Daníel Hafsteinsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði íslenska liðsins og léku allan leikinn
23.03.2019
Þór/KA tók á móti Selfyssingum í 4. umferð Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Boganum í dag. Stelpurnar höfðu unnið góðan 2-5 sigur á ÍBV í síðasta leik og gátu með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar
23.03.2019
Það er heilmikil dagskrá í kringum Þór/KA um helgina sem liðið kallar stuðhelgi. Ýmis dagskrá er í boði sem hægt er að sjá fyrir neðan en einnig mun liðið taka á móti Selfyssingum í Boganum í Lengjubikarnum klukkan 15:00 og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs
22.03.2019
Daníel Hafsteinsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson léku báðir með U21 landsliði Íslands sem gerði í dag jafntefli í vináttuleik gegn Tékklandi á Spáni.
21.03.2019
KA beið í kvöld lægri hlut gegn Skagamönnum í undanúrslitum Lengjubikarsins 4-0 í Akraneshöllinni. Staðan í hálfleik var 2-0 heimamönnum í vil.
21.03.2019
Boðað er til auka-aðalfundar knattspyrnudeildar fimmtudaginn 28. mars með vikufyrirvara samkvæmt lögum félagsins. Fundurinn verður haldinn í KA-Heimilinu kl. 21.00
21.03.2019
KA mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins í Akraneshöllinni í dag klukkan 18:00. Strákarnir hafa ekki tapað leik á undirbúningstímabilinu og ætla sér í úrslitaleikinn en í hinum undanúrslitaleiknum mætast KR og FH