21.01.2019
Það var heldur betur líf og fjör um helgina þegar Stefnumót KA fyrir 4. flokk kvenna í knattspyrnu fór fram í Boganum og á KA-velli. Alls léku 22 lið frá 13 félögum á mótinu og voru leiknir í heildina 55 leikir sem gera rúmlega 32 klukkutíma af fótbolta
20.01.2019
KA og Magni mættust í gærkvöldi í Kjarnafæðismótinu en fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið sína leiki og eftir 2-2 jafntefli Þórs gegn Völsung fyrr um daginn var ljóst að liðið sem færi með sigur af hólmi í leiknum myndi taka bílstjórasætið í baráttunni um sigur á mótinu
18.01.2019
Í dag hefst Stefnumót KA fyrir 4. flokk kvenna í fótbolta en alls taka þátt 22 lið frá félögum hvaðanæva af landinu. Leikið verður bæði í Boganum og á KA-velli og má sjá niðurröðun mótsins hér fyrir neðan. Allir leikir í Boganum verða sýndir beint á KA-TV
17.01.2019
Lúðvík Gunnarsson þjálfari U-15 ára landsliðs karla í knattspyrnu valdi í dag hóp leikmanna sem tekur þátt í úrtaksæfingum 25.-27. janúar. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hann Björgvin Máni Bjarnason og óskum við honum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum
16.01.2019
Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu og Toppmenn og Sport eru nú með flotta Diadora KA jakka til sölu á ótrúlegu verði eða 3.990 krónur. Þetta eru sömu jakkar og fylgdu með æfingagjöldum um árið og því er takmarkað magn í boði
11.01.2019
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA í knattspyrnu er nú genginn til liðs við Þýska liðið Bayer Leverkusen. Þetta er frábært skref fyrir Söndru sem hefur verið algjör lykilleikmaður í liði Þórs/KA frá árinu 2011 og var hún meðal annars valin besti leikmaður Pepsi deildarinnar á síðasta tímabili
22.12.2018
Í dag lauk vikulöngum knattspyrnuskóla KA þar sem meistaraflokkur KA var með sérhæfðar æfingar fyrir hressa krakka fædda 2005-2012. Alls tóku þátt um 100 krakkar og var mjög gaman að fylgjast með þeim takast á við öðruvísi æfingar og taka við ráðleggingum frá hetjunum sínum í KA liðinu
18.12.2018
Undanfarin tvö sumur hefur KA boðið fótboltakrökkum að taka þátt í Coerver Coaching skólanum á KA-svæðinu og verður engin undantekning á því næsta sumar. Nú þegar líður að jólum þá viljum við benda á að það er frábær jólagjöf fyrir áhugasama fótboltakrakka að fá aðgang í skólann næsta sumar í jólagjöf
17.12.2018
Knattspyrnuskóli KA hefst á morgun, þriðjudag, en skólinn er haldinn af meistaraflokki KA og er fyrir stráka og stelpur fædd 2005-2012. Óli Stefán Flóventsson þjálfari meistaraflokks setur upp æfingarnar sem eru einstaklingsmiðaðar og stuðla að því að bæta leikmenn í sinni eigin stöðu
15.12.2018
KA lék sinn fyrsta leik á Kjarnafæðismótinu þetta árið í dag er liðið mætti liði Völsungs. Fyrirfram bjuggust margir við þurrum leik enda fyrsti æfingaleikur undirbúningstímabilsins en svo varð svo aldeilis ekki og KA liðið skoraði næstum því að vild í leiknum