05.11.2018
Vetraræfingar knattspyrnudeildar hófust á dögunum og má sjá æfingatöfluna hér fyrir neðan. Yngriflokkaráð minnir á að skrá iðkendur í Nóra kerfið og í kjölfarið að borga ársgjaldið. Við minnum að sjálfsögðu á að nýta sér tómstundaávísun Akureyrarbæjar
31.10.2018
Jón Þór Hauksson valdi í dag sinn fyrsta æfingahóp en hann var nýverið ráðinn landsliðsþjálfari hjá kvennalandsliðinu. Hópurinn er nokkuð stór eða alls 30 leikmenn og eru allir á mála hjá íslenskum félagsliðum. Þór/KA á alls 7 fulltrúa í hópnum sem er auðvitað mikil viðurkenning á því flotta starfi sem hefur verið unnið í kringum liðið undanfarin ár
29.10.2018
Sandra Mayor og Bianca Sierra skrifuðu í dag undir nýja samninga við lið Þór/KA og munu því leika með liðinu næsta sumar. Þetta eru frábærar fréttir enda báðar algjörir lykilleikmenn í okkar liði. Þær munu koma til liðs við liðið í janúar en undanfarnar vikur hafa þær verið að leika í undankeppni HM með Mexíkóska landsliðinu
22.10.2018
Knattspyrnudeild KA og framherjinn Elfar Árni Aðalsteinsson hafa framlengt samningi sínum um tvö ár. Elfar Árni sem er 28 ára gamall kom fyrst til KA fyrir sumarið 2015 og hefur því leikið fjögur tímabil með liðinu, þar af tvö síðustu í Pepsi deildinni
15.10.2018
Knattspyrnudeild KA skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Svein Þór Steingrímsson um að hann taki við sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Á dögunum skrifaði Óli Stefán Flóventsson undir sem nýr aðalþjálfari liðsins og verður spennandi að fylgjast með samstarfi þeirra Óla og Sveins með liðið
11.10.2018
Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið
01.10.2018
Óli Stefán Flóventsson skrifaði í dag undir 3 ára samning við KA og mun því taka við sem aðalþjálfari knattspyrnudeildar félagsins. Hann kemur til félagsins eftir að hafa stýrt Grindavík undanfarin þrjú ár sem aðalþjálfari þar sem hann kom liðinu meðal annars upp í efstu deild og hefur tryggt Grindavík í sessi sem stöðugt úrvalsdeildarfélag
01.10.2018
Þá er keppnistímabilinu lokið sumarið 2018 og er því ekki úr vegi að fara yfir tímabilið tölfræðilega. Heimasíðan tók saman helstu tölfræði liðsins sem og einstaklings framistöðu. Samantektin styðst að mestu við upplýsingar úr gagnagrunn KSÍ ásamt upplýsingum sem heimasíðan hefur tekið saman
30.09.2018
Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram í gærkvöldi og var mikið um dýrðir í veislusal Greifans. KA festi sig í sessi sem úrvalsdeildarfélag er liðið endaði í 7. sæti deildarinnar. Sumarið var gert upp og þeir sem stóðu uppúr voru verðlaunaðir
30.09.2018
Lokahóf Þórs/KA fór fram um helgina og eins og vanalega voru þeir sem stóðu uppúr verðlaunaðir fyrir sína frammistöðu í sumar. Stelpurnar áttu frábært sumar en liðið varð Lengjubikarmeistari og Meistari Meistaranna. Þá varð liðið í 2. sæti deildarinnar og komst alla leið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið stóð vel í stórliði Wolfsburg