Ottó Björn á úrtaksæfingar hjá U-18

Ottó Björn var í dag valinn á úrtaksæfingar hjá U-18 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem fara fram í Kórnum dagana 1. og 2. mars næstkomandi. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Ottó er valinn á úrtaksæfingar hjá U-18 og óskum við honum áfram góðs gengis á æfingunum.

Þjálfari liðsins er okkur KA mönnum vel kunnugur en það er enginn annar en Þorvaldur Örlygsson.