26.04.2019
Næstu daga munu sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg við að koma Greifavellinum í gott stand fyrir sumarið.
Sjálfboðaliða-vinnudagar verða eftirtalda daga:
Sunnudaginn 28. apríl kl. 12:00-15:00
Mánudaginn 29. apríl kl. 17:00-19:00
Þriðjudaginn 30. apríl kl. 17:00-19:00
Miðvikudaginn 1. maí kl. 11:00-17:00 - léttar veitingar fyrir sjálfboðaliða eftir hádegið
fimmtudaginn 2. maí kl. 17:00-19:00
Föstudaginn 3. maí kl. 17:00-19:00
24.04.2019
Hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA er á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 18:00 í veislusal KA-heimilisins. Það verður öllu tjaldað til og hægt að koma með alla fjölskylduna á kynningarkvöldið og fá í leiðinni gómsætan grillmat og með'í fyrir litlar 2000kr á mann.
23.04.2019
Markvörðurinn Aron Elí Gíslason hefur verið lánaður út tímabilið til Magna á Grenivík. Samhliða því hefur KA samið við Kristijan Jajalo út keppnistímabilið 2019
23.04.2019
Nú líður að fyrsta leik í Pepsi Max deildinni en það er útileikur gegn ÍA laugardaginn 27. apríl. Eins og venja hefur verið undanfarin sumur verður farin hópferð hjá stuðningsmönnum KA á leikinn og er komið að skráningu
23.04.2019
Í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu en á dögunum lauk forkeppni keppninnar og því orðið ljóst hvaða 20 lið væru í pottinum ásamt þeim 12 liðum er leika í Pepsi Max deildinni. KA fékk útileik gegn 3. deildarliði Sindra og verður leikið á Höfn
16.04.2019
Það er farið að styttast í að hasarinn í Pepsi Max deild karla hefjist og hófst sala á ársmiðum hjá knattspyrnudeild KA í gærkvöldi á vel heppnuðu stuðningsmannakvöldi. Fyrsti leikur KA í sumar er á Akranesi laugardaginn 27. apríl og við tekur fyrsti heimaleikurinn gegn Val sunnudaginn 5. maí á Greifavellinum
15.04.2019
Það var stórleikur í Boganum í kvöld er Þór/KA og Breiðablik mættust í undanúrslitum Lengjubikarsins. Liðin höfðu mæst nýverið í riðlakeppni Lengjubikarsins þar sem Þór/KA fór með 2-1 sigur af hólmi eftir hörkuleik. Það mátti því búast við spennuleik í kvöld sem úr varð
12.04.2019
Brynjar Ingi Bjarnason varnarmaður KA hefur framlengt samning sínum við Knattspyrnudeild um þrjú ár. Brynjar Ingi hefur staðið sig frábærlega á undirbúningstímabilinu og lék meðal annars alla sex leiki KA í Lengjubikarnum, þá var hann nýverið valinn í æfingahóp U-21 árs landsliðs Íslands
12.04.2019
KA og Guðjón Pétur Lýðsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðjóns hjá KA. Vegna fjölskylduaðstæðna hjá Guðjóni þá hafa félagið og Guðjón komist að þeirri niðurstöðu að Guðjóni er heimilt að fara frá liðinu. KA óskar Guðjóni alls hins besta í sumar
12.04.2019
Það er farið að styttast allsvakalega í fótboltasumarið og ríkir mikil eftirvænting hjá okkur KA mönnum fyrir veislunni. Framundan er þriðja sumarið í röð hjá KA í deild þeirra bestu en fyrsti leikur er útileikur gegn ÍA laugardaginn 27. apríl næstkomandi