Meistaraflokkur KA í knattspyrnu stendur fyrir firmamóti föstudaginn 8. mars næstkomandi á KA-svæðinu. Leikinn verður 6 manna bolti, með markmanni, á gervigrasvellinum og hefst mótið klukkan 17:00.
Þátttökugjald er 4.000 krónur á mann en innifalið í gjaldinu er meðal annars hamborgari og drykkur. Drykkir ásamt ýmsu öðru verður til sölu í salnum í KA-Heimilinu auk þess sem pílukast og önnur afþreying verður í boði fram á kvöld.
Ekki missa af þessu skemmtilega tækifæri, hvort sem liðið er skipað vinahóp eða vinnufélögum.
Skráning liða fer fram í netfanginu agust@ka.is.