08.05.2019
KA vann glæsilegan sigur á Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn og nú á föstudaginn sækir liðið stórlið FH heim. Leikurinn hefst kl. 18:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á leikinn og styðja strákana sem eru staðráðnir í að bæta við stigasöfnunina á föstudaginn
06.05.2019
KA vann glæsilegan 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals á Greifavellinum í gær fyrir framan rúmlega 1.000 KA menn. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark KA í síðari hálfleik úr vítaspyrnu og má með sanni segja að gleðin hafi verið allsráðandi hjá okkur gulklæddu
06.05.2019
Hvatningar- og kynningarkvöld Þórs/KA fer fram í KA-Heimilinu á þriðjudaginn kl. 19:00. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast liðinu betur og tryggja sér ársmiða. Þá verða samningar undirritaðir og umræða verður um starfið, við hvetjum ykkur að sjálfsögðu eindregið til að mæta og kynnast okkar frábæra liði
05.05.2019
KA sigraði í dag Íslandsmeistara Vals á Greifavellinum 1-0. Staðan í hálfleik var markalaus en Hallgrímur Mar skoraði sigurmark KA í þeim síðari.
04.05.2019
KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sumarsins á morgun, sunnudag, kl. 16:00. Strákarnir eru nýkomnir áfram í bikarkeppninni og ætla sér sigur á stórliði Vals með ykkar aðstoð!
03.05.2019
Þór/KA sótti Val heim í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna í fótboltanum. Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og mátti því búast við hörkuleik eins og venja hefur verið í viðureignum liðanna undanfarin ár
03.05.2019
Dregið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag og fékk KA útileik gegn Pepsi Max liði Víkings Reykjavík. Viðureignin er ein af þremur milli liða í efstu deild en hinar viðureignirnar eru á milli Breiðabliks og HK og FH og ÍA. Áætlað er að leikurinn fari fram 29. eða 30. maí næstkomandi
03.05.2019
Bjarni Aðalsteinsson hefur framlengt samning sínum við knattspyrnudeild KA út árið 2021. Á sama tíma skrifaði hann undir lánssamning við Magna á Grenivík og mun hann leika með þeim út sumarið. Bjarni leikur sem miðjumaður og verður tvítugur síðar á árinu
03.05.2019
Þór/KA hefur leik í Pepsi Max deildinni í kvöld er liðið sækir stórlið Vals heim kl. 18:00 á Origo-völlinn. Báðum liðum er spáð toppbaráttu og má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Liðin mættust nýverið í Lengjubikarnum þar sem Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA yfir en Valskonur svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur
26.04.2019
KA hefur á morgun leik í Pepsi Max deild karla á morgun. Liðið mætir þá Skagamönnum á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 16.00.