Aron Elí Gíslason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild KA. Aron Elí sem verður 21 árs á árinu er gríðarlega öflugur markvörður og er uppalinn hjá KA. Það er ljóst að þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir fyrir félagið.
Á síðasta sumri lék Aron alls 10 leiki með KA í Pepsi deildinni og hélt hreinu í tveimur þeirra. Þá hefur hann unnið sér sæti í U-21 árs landsliði Íslands og lék meðal annars með liðinu er það lék í Kína fyrir skömmu.