Flýtilyklar
KA Podcastið: Elfar Árni, Gunnar Líndal og Henry Birgir
04.09.2019
Fótbolti | Handbolti
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en Hjalti Hreinsson fær til sín góða gesti þessa vikuna. Elfar Árni Aðalsteinsson ræðir magnaðan sigur KA í Grindavík en hann er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu KA í efstu deild með 23 mörk.
Gunnar Líndal Sigurðsson ræðir komandi tímabil hjá KA/Þór í handboltanum og spjallar um aðkomu sína að liðinu en hann tók við liðinu nú í sumar.
Að lokum hringir Hjalti í Henry Birgi Gunnarsson sem mun sjá um Seinni Bylgjuna í vetur og spyr hann spjörunum úr hvað varðar komandi handboltatímabil. Ekki missa af skemmtilegum þætti!