Flýtilyklar
Donni aðstoðar KA út sumarið
06.08.2019
Fótbolti
Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og flestir þekkja hann sem mun aðstoða Óla Stefán Flóventsson við stjórnun KA liðsins út sumarið. Sveinn Þór Steingrímsson hefur látið af starfi sínu sem aðstoðarþjálfari KA liðsins og hefur tekið við liði Magna sem leikur í Inkasso deildinni.
Donni mun að sjálfsögðu halda áfram starfi sínu með Þór/KA og mun Þór/KA áfram vera í forgangi hjá honum. Við bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn inn í hópinn hjá meistaraflokki karla og á sama tíma þökkum við Sveini kærlega fyrir hans framlag til liðsins.