Flýtilyklar
Iðunn, Ísabella og Tanía valdar í Hæfileikamótun KSÍ
29.08.2019
Fótbolti
N1 og KSÍ standa að metnaðarfullri hæfileikamótun og hefur Lúðvík Gunnarsson yfirmaður verkefnisins nú valið 66 efnilegar stelpur fæddar árin 2005 og 2006. Stelpurnar munu koma saman í Kórnum í Kópavogi dagana 14.-15. september og fá þar faglega þjálfun sem mun klárlega gagnast þeim í framtíðinni.
Alls eru þrjár stelpur úr KA í hópnum en það eru þær Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Ísabella Júlía Óskarsdóttir og Tanía Sól Hjartardóttir. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á komandi æfingum.
Helstu markmið Hæfileikamótunar N1 og KSÍ:
- Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.
- Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
- Koma til móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.
- Koma til móts við leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðsæfingar.
- Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.
- Undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu