Flýtilyklar
Hópferð á Grindavík - KA
Það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan í Pepsi Max deild karla þegar KA sækir Grindavík heim á laugardaginn. Aðeins þremur stigum munar á liðunum þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. Grindvíkingar sitja í fallsæti og munu jafna KA að stigum með sigri.
Á sama tíma myndi sigur fara langleiðina með að kveðja falldrauginn fyrir okkar lið og því gríðarlega mikilvægt að við fjölmennum í stúkuna í Grindavík og hvetjum strákana til sigurs.
Leikurinn hefst kl. 16:00 og er því brottför kl. 8:30 um morguninn. Ferðin kostar einungis 3.000 krónur og innifalið í verðinu er miði á leikinn. Schiöthara bakverðir fá ferðina hinsvegar á aðeins 2.000 krónur.
Smelltu hér til að opna skráningarformið
Ef þið komist hinsvegar ekki í ferðina þá verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport og er því um að gera að fylgjast vel með gangi mála, áfram KA!