KA tryggði sér sæti í 8-liða úrslitunum

KA tók á móti Grindavík í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins í gærkvöldi. Aðrir leikir í riðlinum fóru fram fyrr um daginn og því var orðið ljóst að strákarnir þurftu að minnsta kosti stig til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar
Lesa meira

Breiðablik lagði Þór/KA að velli (myndir)

Þór/KA tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Lengjubikarnum í Boganum í dag. Þór/KA var með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína en Breiðablik var með fjögur stig og ljóst að það yrði hart barist eins og ávallt þegar þessi lið mætast
Lesa meira

Stórleikur hjá Þór/KA í dag

Þór/KA fær ansi verðugt verkefni í dag þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norður í Bogann klukkan 15:30. Þór/KA hefur hafið mótið af krafti og er með fullt hús stiga eftir tvo sigra á Tindastól og FH. Breiðablik er hinsvegar með 4 stig eftir sigur á Stjörnunni og jafntefli gegn Fylki
Lesa meira

KA vann stórsigur á Aftureldingu

KA sótti Aftureldingu heim í Lengjubikarnum í dag en leikurinn var liður í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. Fyrir leik var KA með 6 stig eftir þrjá leiki en Afturelding með 3 stig og þó nokkur spenna í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum keppninnar
Lesa meira

KA mætir að Varmá kl. 15:00

Afturelding tekur á móti KA í næstsíðustu umferð riðlakeppni Lengjubikarsins klukkan 15:00 í dag. KA er í góðri stöðu eftir 2-1 sigur á HK um síðustu helgi en þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum
Lesa meira

Björgvin, Elvar og Ívar valdir í æfingahópa U17 og U16

Á dögunum voru gefnir út æfingahópar hjá U17 og U16 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu og á KA þrjá fulltrúa í þeim hópum. Búið er að skera hópana töluvert niður frá síðasta vali og afar jákvætt að eiga þrjá leikmenn í núverandi hópum
Lesa meira

Magnaður febrúar mánuður hjá KA

Febrúar mánuður er liðinn en óhætt er að segja að hann hafi reynst KA ansi gjöfull. Það er leikið ansi þétt þessa dagana eftir að íþróttirnar fóru aftur af stað eftir Covid pásu og léku meistaraflokkslið KA í fótbolta, handbolta og blaki alls 27 leiki í febrúar
Lesa meira

Myndaveislur frá heimasigrum gærdagsins

Það var nóg um að vera í gær er karlalið KA í blaki og fótbolta auk kvennaliðs KA/Þórs í handbolta léku heimaleiki í gær. Að sjálfsögðu unnust svo allir þessir leikir auk þess sem að kvennalið Þórs/KA í fótbolta vann útileik gegn FH í Lengjubikarnum
Lesa meira

Seiglusigur KA á baráttuglöðu liði HK

KA lék sinn þriðja leik í Lengjubikarnum í dag er HK mætti norður. KA hafði svarað vel fyrir tapið gegn Íslandsmeisturum Vals um síðustu helgi með 0-5 sigri á Víkingi Ólafsvík. Gestirnir höfðu hinsvegar fullt hús stiga eftir sigra á Grindavík og Aftureldingu
Lesa meira

Fullt hús stiga hjá Þór/KA

Þór/KA sótti FH heim í Skessunni í dag en leikurinn var liður í 2. umferð riðlakeppni Lengjubikarsins. Þór/KA vann góðan 5-2 sigur á Tindastól í fyrstu umferð en FH sem féll úr Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð hafði tapað gegn Fylki
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is