Björgvin, Elvar og Ívar valdir í æfingahópa U17 og U16

Fótbolti
Björgvin, Elvar og Ívar valdir í æfingahópa U17 og U16
Björgvin Máni eru í U17 hópnum

Á dögunum voru gefnir út æfingahópar hjá U17 og U16 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu og á KA þrjá fulltrúa í þeim hópum. Búið er að skera hópana töluvert niður frá síðasta vali og afar jákvætt að eiga þrjá leikmenn í núverandi hópum.

Björgvin Máni Bjarnason er í U17 hópnum en hann hefur verið að koma flottur inn í meistaraflokk KA að undanförnu. Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari valdi aðeins 21 leikmann að þessu sinni en hópurinn mun æfa 8.-10. mars næstkomandi.

Elvar Máni Guðmundsson og Ívar Arnbro Þórhallsson voru valdir í U16 hópinn en báðir hafa þeir verið í leikmannahópi meistaraflokks að undanförnu. Rétt eins og hjá U17 stýrir Jörundur Áki U16 sem mun æfa 8.-10. mars en 32 leikmenn eru í hópnum að þessu sinni.

Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is