Flýtilyklar
Breiðablik lagði Þór/KA að velli (myndir)
Þór/KA tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Lengjubikarnum í Boganum í dag. Þór/KA var með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína en Breiðablik var með fjögur stig og ljóst að það yrði hart barist eins og ávallt þegar þessi lið mætast.
Agla María Albertsdóttir kom gestunum yfir strax á 12. mínútu en þrátt fyrir ágætistilraunir urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik og hálfleikstölur því 0-1. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir tvöfaldaði svo forystu Blika á 66. mínútu og þar við sat.
Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari var á leiknum og býður hér til myndaveislu frá leiknum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum
Stelpurnar þurftu því að sætta sig við fyrsta tap sitt á undirbúningstímabilinu en þrátt fyrir úrslitin var margt jákvætt í leik liðsins. Breiðablik er einfaldlega með ógnarsterkt lið á sama tíma og við erum áfram í uppbyggingarfasa. Stelpurnar eru þó áfram í góðri stöðu fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppninni en Fylkir er stigi ofar og er næsti andstæðingur Þórs/KA í Lengjubikarnum.