Stórleikur hjá Þór/KA í dag

Fótbolti

Þór/KA fær ansi verðugt verkefni í dag þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norður í Bogann klukkan 15:30. Þór/KA hefur hafið mótið af krafti og er með fullt hús stiga eftir tvo sigra á Tindastól og FH. Breiðablik er hinsvegar með 4 stig eftir sigur á Stjörnunni og jafntefli gegn Fylki.

Frítt er á leikinn en 150 áhorfendur eru leyfilegir í Boganum og telja börn 16 ára og yngri ekki með í þeirri tölu. Athugið þó að grímuskylda er fyrir áhorfendur.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn verður hann í beinni á Þór-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála, áfram Þór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is