Góður sigur hjá 3. kvk

Sama dag og haldið var upp á 83. ára afmæli KA með glæsibrag tók 3. flokkur kvenna í KA/Þór á móti ÍR stúlkum. 


Eftir að ÍR náði að jafna í 2-2 settu heimastúlkur allt í gang og tóku öll völd á vellinum. Stelpurnar léku á alls oddi í fyrri hálfleik og áttu ÍR stúlkur í mesta basli með að finna glufur á sterkri vörn KA/Þórs.
Staðan í hálfleik 17-7 fyrir KA/Þór og staðan ansi vænleg. Heimastúlkur bættu síðan við jafnt og þétt og var munurinn mest 12 mörk. Heimastúlkur slökuðu aðeins á klónni síðasta korterið og lokatölur 27-18 fyrir KA/Þór. 

Leikurinn í heild var mjög vel spilaður hjá stelpunum og baráttan inn á vellinum til sóma. 
Vörnin þétt og markvarslan góð. 

Nýkjörin handboltamaður KA Kolbrún Gígja Einarsdóttir skoraði 8 mörk, Steinþóra Sif Heimisdóttir 7, Laufey Lára Höskuldsdóttir 4, Aldís Mánadóttir 3, Kolbrá Ingólfsdóttir og Iðunn Birgisdóttir 2 og Ólöf Lilja Höskuldsdóttir 1.