17.01.2011
Síðast liðna
helgi fór fram leikur KA/Þórs í 4.flokki á móti Fjölnisstelpum sem var jafnan annar deildarleikur þessara liða í vetur, þegar
þær mættust á heimavelli Fjölnis þá unnu okkar stelpur góðan og stóran sigur, en Fjölnisstelpurnar mættu norður með
gott og flott lið sem tekur stöðugum framförum með hverjum leik.
Stelpurnar okkar mættu
ákveðnar og einbeittar til leiks. Leikurinn byrjaði vel og stelpurnar skoruðu fyrsta mark leiksins og létu aldrei forystu sína af hendi það sem eftir
leið af leiknum. Þegar 7 mínútur voru búnar af leiknum þá stóð staðan 5-1 okkar stelpum í vil, það vannst með
hörku framliggjandi vörn og flottri markvörslu. Um miðjan fyrri hálfleik þá stóð staðan 8-3 okkar stelpum í vil og ekkert mátti
á sjá að þær væru að fara gefa þá forystu af hendi. Þegar flautað var til hálfleiks stóðu leikar 13-7 fyrir okkar
stelpum og orðnar eilítið þreyttar undir lok fyrri hálfleiks og byrjuðu lítillega að slaka á í vörn.
Síðari hálfleikur var öllu meira spennandi, Fjölnisstelpur vöknuðu og skoruðu fyrstu 2 mörkin og kom þá smá fát á okkar
stelpur og urðu þær órólegar. En með agaðri vörn og virkilega skemmtilegum sóknarleik þá unnu þær sig út úr
þessu mótlæti, og um miðjan síðari hálfleik voru stelpurnar í þægilegri stöðu og leiddu leikinn með 18 mörkum gegn 10
mörkum Fjölnisstelpa. Að lokum endaði leikurinn 23-14 okkar stelpum í vil og sterkur 9 marka sigur staðreynd gegn mjög breyttu og sterku liði Fjölnis.
Stelpurnar eiga því hrós skilið fyrir flottan og góðan leik.
Það má hrósa stelpunum fyrir virkilega hraðan og skemmtilegan leik. Sóknin gekk glimrandi vel og komu mörk úr öllum regnbogans litum.
Þá má nefna það að skot fyrir utan voru mikil áhersla fyrir leikinn og svöruðu stelpurnar því svari mjög vel. Virkilega
góð stemning var í liðinu og sást það á spili liðsins, það sást úr augum þeirra frá byrjun að þessi
leikur yrði unnin.