2. deild kvenna: 10 - 0 sigur hjá KA/Þór

Á morgun, laugardag var fyrirhugaður leikur KA/Þór gegn Fylki í 2. deild meistaraflokks kvenna. Nú hefur Fylkir tilkynnt að félagið hyggist ekki mæta í leikinn og er KA/Þór því dæmdur 10-0 sigur í leiknum. Þetta mun vera í fjórða skipti í vetur sem lið mætir ekki hingað norður til leiks samkvæmt mótaskrá í þessari deild og er háttarlag og framkoma þessara liða gjörsamlega ólíðandi.