KA/Þór sigraði Fjölni/Aftureldingu

Liðin áttust við á laugardaginn, í byrjun var jafnræði með liðunum en svo seig Fjölnir/Afturelding framúr og náði um tíma 4-5 marka forskoti.  Þá tók KA/Þór leikhlé og við það lagaðist leikur liðsins og munurinn minnkaði niður í eitt mark fyrir hlé, en þá var staðan 14-15.


Í seinni hálfleik var leikurinn jafn til að byrja með en svo slitu KA/Þórs stúlkurnar sig frá gestunum og tryggðu sér öruggan sjö marka sigur 29-22.  Mestu munaði að liðið spilaði góða vörn í seinni hálfleik og átti Fjölnir/Afturelding í mesta basli með að skora á löngum kafla auk þess sem Lovísa varði vel í markinu síðari hluta leiksins.

Mörk KA/Þór skoruðu Martha Hermannsdóttir 8, Ásdís Sigurðardóttir og Kolbrún Einarsdóttir 5, Erla Tryggvadóttir 4,  Kolbrá Ingólfsdóttir, Tinna, Sunnefa Nílsdóttir, Inga Dís Sigurðardóttir, Emma Sardarsdóttir og Jóhanna Snædal eitt mark hver.

Leik KA/Þór og HK sem vera átti á sunnudaginn var frestað vegna ófærðar og ótryggs veðurútlits! Reyndar kemur það örlítið á óvart því að 3. flokkur HK kvenna mætti til leiks þennan sama dag!