3. flokkur karla hefur leik klukkan 13:45 í dag þegar B lið þeirra tekur á móti FH í íslandsmótinu í handbolta. B lið 3.
flokks karla er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og því um mikilvægan leik að ræða.
Klukkan 16 spila mst. flokkur kvenna í blaki gegn liði Ýmis í KA heimilinu.
Um helgina spilar 4. flokkur kvenna samtals fjóra leiki. Í dag mæta stelpurnar í A liði Haukum klukkan 17:30 í KA heimilinu. A liðið er búið
að vera á mikillri siglingu í vetur og hafa einungis tapað einum leik sem einmitt var þeirra fyrsti leikur.
Á morgun, sunnudag spilar B liðið gegn Haukum klukkan 10 og 12 en A liðið spilar klukkan 11 gegn Haukum.
Þannig að ef leiði sækir að um helgina er nóg um að vera í KA heimilinu og um að gera að mæta upp eftir og fylgjast með
íþróttaviðburðum helgarinnar.