Handboltaskóli Greifans: Strákarnir okkar mæta í skólann

Nú er það frágengið að landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu heimsækja handboltaskóla Greifans sem haldinn verður í næstu viku. Þá eru einnig góðar líkur á að Björgvin Páll Gústafsson komi. Strákarnir okkar ætla að miðla af reynslu sinni og segja krökkunum til á æfingunum.
Skólinn er fyrir alla krakka eldri en 11 ára (fædd 2000).

 

   

Skráning í skólann stendur yfir og hægt er að hafa samband við:
Jóhannes Bjarnason,  662 3200,  joigb@akmennt.is
Sævar Árnason,  694 5518,  saevara@akmennt.is

Sjá nánari upplýsingar um handboltaskólann.