Handboltaskóli Greifans vikuna 20.-24.júní

Handboltaskóli Greifans er fyrir alla stráka og stelpur frá 11 ára aldri og fer fram í Íþróttahúsi KA við Lundarskóla. Skólinn er 5 x 2 klukkutímar og kostar kr. 5.000. Í skólanum verður blanda fyrirlestra og æfinga í sal.

Í fyrirlestrunum verður fjallað um:
· Markmiðssetningu og sjálfstraust
· Mataræði og hvíld
· Sóknarleik
· Varnarleik

Á æfingum í sal verður lögð áhersla á:
· Styrktaræfingar
· Liðleikaæfingar
· Stimplanir
· Tækniæfingar
· Leikskilning
· Varnaræfingar
· Markmannaþjálfun

Skólinn verður vikuna 20.-24.júní.
Æfingatímar mánudaginn 20. til fimmtudagsins 23. júní verða:
11-12 ára (00-99)       kl.10:00 - 12:00
13-14 ára (98-97)       kl.13:00 - 15:00
15 ára og eldri (96-)  kl.15:15 -  17:15

Umsjón með skólanum hafa Jóhannes Bjarnason og Sævar Árnason sem báðir eru mjög reyndir þjálfarar í handknattleik. Auk þeirra munu gestir koma í heimsókn og leiðbeina iðkendum. Leikmenn Akureyrar handboltafélags koma í heimsókn. Einnig munu landsliðsmenn Íslands koma s.s. Arnór Atlason.

Föstudaginn 24.júní verður sameiginleg æfing hjá öllum hópum kl.15:00 – 17:00 sem lýkur með glæsilegri pizzuveislu að hætti Greifans.

Skráning í skólann:
Jóhannes Bjarnason,  662 3200,  joigb@akmennt.is
Sævar Árnason,  694 5518,  saevara@akmennt.is

Sjá einnig á heimasíðum KA, Þórs og Akureyri handboltafélags